Lýsing – Leikhúsbrúin Akureyri

Lokið var við nýja brú á göngustíg meðfram Drottningarbrautinni á Akureyri, sem hlotið hefur nafnið Leikhúsbrúin. Brúin setur óneytanlega svip sinn á bæinn, en mikið var lagt upp úr lýsingunni til að brúin fengi að njóta sín allan ársins hring. Lögð var áhersla á að birtan frá brúnni truflaði ekki ökumenn. Rafkaup veitti ráðgjöf og sá fyrir ljósum sem hentuðu til verksins.

Lýsingarhönnun: Jensson hönnunarhús

Hönnun: Arnar Birgir Ólafsson

Raflagnahönnun: Verkís | Raflagnir: Rafeyri