Götulýsing – Arnarnesvegur

Í ágúst 2016 óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í götulýsingu við Arnarnesveg, 1,6 km langan veg sem liggur milli Garðabæjar og Kópavogs frá mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja. Tíu tilboð bárust í verkefnið og varð tilboð Rafkaups fyrir valinu. Notaðir voru TECEO-1 lampar frá SCHREDER.