Breiðholt
Reykjavíkurborg hóf það verk árið 2020 að endurnýja lýsinguna í Breiðholti þar sem eldri lömpum var skipt út fyrir nýja LED ljósgjafa frá iGuzzini. Með nýju lömpunum er jafnari og betri lýsing, betri ljósgæði, minna viðhald og umtalsverður sparnaður á orku. Skipt var um alls 3400 lömpum í hverfinu en unnið er að því að tengja lampana við snjallkerfi þar sem hægt verður að stýra lýsingunni. Ljósgjafarnir sem um ræðir voru keyptir af Rafkaup en starfsmenn Orku náttúrunnar (ON) sá um útskiptinguna.