um okkur

Rafkaup er verslun og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði og ljósaperum. Markmið fyrirtækisins er að vera ávallt í fremstu línu hvað varðar þjónustu til viðskiptavina sinna og markaðssetningu á þeim vörum sem fyrirtækið selur. Rafkaup er umboðsaðili margra þekktra vörumerkja og má þar nefna Delta Light, iGuzzini, Schreder, KLUS, Belid, Fumagalli, Intra Lighting, Herstal, Ingo Maurer, Olympia o.m.fl.

Rafkaup var stofnað 19. júní árið 1982 af Óskari Rafnssyni og opnaði hann verslun að Suðurlandsbraut 4. Í upphafi var starfsemi Rafkaups innflutningur frá Brilliant Leuchten AG í Þýskalandi og smásala á lömpum og raflagnaefni til heimilisnota, sem þróaðist síðar í heildsölu til verslana á landsbyggðinni.

Nýtt tímabil hófst í sögu fyrirtækisins árið 1989, þegar flutt var í húseignina að Ármúla 24. Rafkaup lagði enn ríkari áherslu á heildsölu til verslana, rafverktaka og stofnana, en einnig var lögð meiri áhersla á þátttöku í útboðum til byggingaverktaka og annarra.

Rafkaup rekur í dag um 500 m2 verslun ásamt 200 m2 sýningarsal á annarri hæð, þar sem viðskiptavinum er boðin þjónusta og ráðgjöf um val og notkun varðandi lýsingarbúnað. Erlendir birgjar eru um 60 talsins, flestir frá Evrópu, og nær vörubreiddin yfir nánast allt sem hugsast getur hvað varðar lýsingu. Hjá fyrirtækinu starfa að staðaldri um 15 manns.

Nýjasta þróunin hjá Rafkaup er svo vefverslunin, sem var opnuð í nóvember 2018. Með þessari verslun er ætlunin að koma enn frekar til móts við landsbyggðina og gefa viðskiptavinum tækifæri til að kynnast vörunum enn betur áður en gengið er til kaupa.

Hjá Rafkaupum vinnur hópur fólks sem kappkostar við að gera þína upplifun sem þægilegasta. Það er ekki að ástæðulausu sem Rafkaup hefur verið á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi frá árinu 2012.

Starfsfólk

ÓSKAR RAFNSSON

FRAMKVÆMDASTJÓRI

oskar@rafkaup.is

Sími: 585-2802

HOLGER GÍSLASON

SÖLUSTJÓRI | TILBOÐSGERР

holli@rafkaup.is

Sími: 585-2813 | 892-8899

GUÐMUNDUR E. STEPHENSEN

HEILDSALA | TILBOÐSGERÐ

gummi@rafkaup.is

Sími: 585-2814 | 698-0001

ÞÓRÐUR JÓHANNSSON

HEILDSALA | PANTANIR

toti@rafkaup.is

Sími: 585-2812 | 820-7276

ARNAR EINARSSON

HEILDSALA | PANTANIR

arnar@rafkaup.is

Sími: 585-2811

JÓN ÆVARR ERLINGSSON

LAGER

lager@rafkaup.is

Sími: 585-2817

INGÓLFUR DANÍELSSON

lager | Verslun

lager@rafkaup.is

Sími: 585-2816

HÖRÐUR MÁR ELLERTSSON

SÖLUMAÐUR | VERSLUN

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810

SÓLVEIG HAFSTEINSDÓTTIR

SÖLUMAÐUR

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810

BLÆDÍS DÖGG GUÐJÓNSDÓTTIR

VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD | FJÁRMÁL

bokhald@rafkaup.is

Sími: 585-2801

 

GÍSLI ÁSGEIR HOLGERSSON

SÖLUMAÐUR | RAFVÖRUMARKAÐUR

sala@rafmark.is

Sími: 585-2888

ÞORSTEINN ÓLAFSSON

SÖLUMAÐUR | RAFVÖRUMARKAÐUR

sala@rafmark.is

Sími: 585-2888

JÓN MAGNÚSSON

SÖLUMAÐUR | RAFVÖRUMARKAÐUR

sala@rafmark.is

Sími: 585-2888

ANASTASÍA ÞÓRÐARDÓTTIR

HELGARSTARFSMAÐUR

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810

LÚKAS HAFSTEIN JÚLÍUSSON

HELGARSTARFSMAÐUR

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810

VIKTORÍA SÓLVEIG STEPHENSEN

HELGARSTARFSMAÐUR

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810

YNGVI SNÆR BJARNASON

HELGARSTARFSMAÐUR

verslun@rafkaup.is

Sími: 585-2810