Fróðleikur

Góð lýsing á heimilinu frá Ljósfélaginu

Ljóstæknifélags Íslands gefur út bæklinginn Góð lýsing á heimilinu. Miklar breytingar hafa orðið á ljósgjafaumhverfinu vegna reglugerðarbreytinga og mikilvægt að almenningur geti nálgast góðar upplýsingar.

Af vef Ljóstæknifélagsins: 

Lýsingin gegnir lykilhlutverki á hverju heimili. Lýsing er mikilvæg öryggisins vegna. Lýsing skapar heildstæðan blæ á heimilinu og á sinn þátt í að móta góða stemmningu, notalegheit og gott andrúmsloft. Í stuttu máli sagt: Lýsing skapar líf.

Fæstir hugsa út í að slæm lýsing getur haft óheppileg áhrif á bæði skapsmuni fólks og rafmagnsreikninginn. Á flestum heimilum er hægt að minnka rafmagnsnotkun til ljósa um 40-50% og samt bæta lýsinguna. Aðalatriðið er að hafa rétta lýsingu á réttum stað á réttum tíma og hvorki meira né minna en það.

Skoða bæklinginn Góð lýsing á heimilinu