Fabbian
Fumagalli
Hera
Belid
Vibia
TEM
Olympia
Casambi
10.04.2017 - Fjölvirkur ljósastaur frá Schréder

Rekstraraðilar Stadium MK vildu auka þjónustustigið við sína viðskiptavini og ákvaðu að setja upp fjölvirkan ljósastaur framan við leikvanginn.  Fyrir valinu varð Shuffle frá Schréder.  

Stadium MK er íþróttaleikvangur í Milton Keynes á Englandi sem liggur um 70 kílómetra norð-vestur af Lundúnum. Leikvangurinn er heimavöllur knattspyrnuliðsins MK Dons FC, tekur 30.500 manns í sæti og hýsti m.a. 3 leiki í úrslitakeppni HM 2015 í Rugby. Leikvangurinn og næsta nágrenni hýsir jafnframt verslanir og ýmsa þjónustu og er jafnan mikill erill á svæðinu og mikið af fólki á ferð.  

Í Shuffle er m.a. hægt að setja upp þráðlaust net, öryggiskerfi (myndavélar og hátalara), hreyfiskynjara, hleðslueiningar fyrir síma og ýmislegt fleira.  Shuffle er sannarlega fjölvirkur ljósastaur sem gangast alls staðar þar sem reglulega safnast saman fjöldi fólks, vegna viðburða eða annars.  Þetta mun vera fyrsti nettengdi fjölvirki ljósastaurinn sem settur er upp á Bretlandi.


Framúrskarandi fyrirtćki
NEYĐARLJÓS
Ljós og lampar
LED prófílar
Apps
Útiljós